Heyrðu ég var nú að pæla ..

Þegar ég var 8 ára þá byrjaði ég í skátunum og fannst rosalega gaman svo ég hélt áfram og var skáti í einhvern tíma.
Svo kom að því að ég varð 12 ára og þá átti að krýna mig minnir mig dróttskáta.. man það ekki alveg.
En nei nei, þá nennti enginn að vera með skátafélagið sem að ég var í og það var sagt við mig og mömmu mína að við ættum bara að fara í næsta hverfi.
En þar voru erkifjendur míns skátafélags (já allir í öðrum skátafélögum voru erkifjandar manns á þessum tíma .. )
svo einhverneginn datt ég útúr skátunum og núna í dag kviknaði áhuginn aftur ..

svo ég fór að pæla,
hvernig væri best fyrir mig að byrja aftur og hvaða skátafélag mælið þið helst með ?
já.