Elmar bað mig um að henda inn auglýsingu með mjög góðum fyrirvara og svo aftur svona fjórum dögum fyrir viðburðinn.

Við viljum bjóða ykkur öll velkominn í heimilið okkar síðasta sunnudags mánaðarins þann 29. mars. Margar vinnustundir hafa farið núna fyrir og um helgina í vinnu í heimilinu þar sem við höfum gefið heimilinu nýjan svip. Við ætlumst að klára þetta á morgunn mánudaginn 9. mars og biðjum því þau sem geta ekki staðist mátið að kíkja fyrr upp eftir að koma eftir þann dag. Kaffihúsakvöldið verður haldið þennan síðasta sunnudag til að það fari ekki inn í páskafríið. Því verður háttað á venjulegan hátt.

Við biðjum þau sem vilja kíkja eitthvað fyrr að koma ekki fyrr en á fimmtudaginn 12. eða seinna þar sem við klárum á mánudeginum, eldvarnareftirlitið verður í húsinu á þriðjudeginum og aðalfundur Landnema þar sem kosið er til stjórnar fyrir næsta skátaár fer fram.

Fleira var það ekki.