Jæja, Hver er ykkar skoðun á BÍS.
Hvað er gott og hvað er vont.
Hef aðeins fengið að heira svolítið mikið af vondu hlutunum uppá síðkastið.
Langar að heira eitthvað jákvætt um BÍS.
-það styrkir félög ekki fjárhagslega heldur rukkar þau um aðildargjöldAðildargjöldin eru sáralítil og fara lækkandi með hverju skátaþingi þar til að þau jafngilda aðildargjöldum WOSM og WAGGGS.
-of lítið upplýsingaflæðiOft á tíðum er þetta rétt en ef að fólk er samt duglegt við að skoða Bandalagsvefinn og fær sent skátamál í tölvupósti þá er upplýsingaflæðið fínt.
http://skatar.is/gogn/pdf/2008/skatathing/Tillaga%20a%C3%B0%20%C3%A1rgjaldi%20til%20B%C3%8DS.pdf
Árgjald til BÍS
Tillaga
Stjórn BÍS leggur til við Skátaþing 2008 að árgjald skátafélaganna til BÍS verði kr.
500,- fyrir hvern starfandi skáta starfsárið 2008-2009.
Greinargerð.
Stjórn BÍS hefur markað þá stefnu að árgjald skátafélaganna til BÍS lækki árlega um
kr. 100,- á komandi árum þannig að það verði í lok tímabilsins samsvarandi árgjaldi
BÍS til WOSM og WAGGGS.
-of mikil höft, skriffinska og skítamórallDæmi?
-of lítil hjálp til félagaBÍS eru regnhlífasamtök skátafélaganna. BÍS samanstendur af fólki úr skátafélögunum. Það er því okkar hlutverk á skátaþingi að beina BÍS inná þá braut að hjálpa félögum meira. Ég tel að á síðasta skátaþingi fyrir norðan hafi þessi skilaboð komist vel á veg til bandalagsstjórnar. Hún hefur brugðist við þessu m.a. með því að taka viðtöl við hvert og eitt skátafélag í haust. Einnig geta skátafélög sóst eftir aðstoð BÍS hvenær sem. BÍS mun aðstoða eftir fremsta megni en Hraunbærinn er ekki Hogwarts og hlutir geta ekki verið galdraði fram.
-það styrkir félög ekki fjárhagslega heldur rukkar þau um aðildargjöldÉg veit ekki til þess að til sé bandalag í heiminum sem hefur það góða innkomu að það skili miklum rekstrarafgangi sem hægt er að dreifa til félaganna. BÍS hefur haft þá stefnu (sem er komin frá Þorsteini að ég telji) að lækka félagsgjald til BÍS (um 100 kr. á ári) þannig að það verði jafnt árgjaldi okkar til WOSM og WAGGGS árlega. Í dag er þetta gjald um 500 kr á hvern starfandi skáta. Ef ég man rétt voru gjöld bandalagsins til BÍS til heimsbandalaganna um 200 kr á hvern starfandi skáta. Nú hefur gengið hinsvegar snarbreyst og því má ætla að gjaldið muni jafnvel ekki lækka meir.
of lítið upplýsingaflæðiHér komum við að sama punkti og áðan. BÍS er það sem við viljum að það sé. Sama umræða kom upp á skátaþingi 2006 minnir mig. Þá var upplýsingagjöf aðalega háttað þannig
Þreytt stjórn og þreyttir starfsmennÞessi stjórn sem nú situr er tiltölulega ný. Nýr skátahöfðingi var kosinn ekki fyrir svo löngu síðan og við þurfum að hafa í huga að breytingar taka tíma. Nýr gjaldkeri verður kosinn sem og nýjir formenn ráða á skátaþingi. Hinsvegar hefur það fyrirkomulag verið haft að sumir stjórnarmeðlimir eru kosnir til nokkurra ára. Það þykir mér gott fyrirkomulag því þá tapast ekki öll þekking ef heilli stjórn er skipt út.
of mörg fitulagsverkefni í stað raunverulegs skátastarfsDæmi?
of langt frá upprunanumÉg veit ekki alveg hvernig ég á að skilja þetta. Ertu að tala um að þeir séu ekki í tengslum við grasrótina, ef svo hvernig þá?
-of lítið upplýsingaflæði