Svanir voru líka stofnaðir af einhverjum rebel framhaldsskólagaurum sem hættu í Vífli því þeir nenntu ekki að fara inn í Garðabæ vikulega…
Og af hverju ætti ekki hver sem er að geta stofnað skátafélag? er það ekki bara frábært að skátaboðskapurinn dreifist sem mest út?
Baden-Powell sagði að svona ætti maður að gerast skáti og stofna skátasveit:
1)Byrjaðu að haga lífi sínu samkvæmt skátalögum og heiti
2)Finndu nokkra vini sem vilja mynda flokk með þér til að stunda útilíf og aðrar æfingar.
3)Veljið foringja meðal ykkar vinanna
4)Ef þið vitið um aðra flokka í nágreni við ykkur getið þið unnið saman og myndað sveit og fengið einhvern eldri til að vera foringinn í sveitinni.
Hann segir ekkert um Bandalög eða leyfi frá Bandalögum, né félög með lög og kennitölu, né 20 milljóna styrk frá æskulýðssjóði eða eitthvað álíka bjúrókratalegt.