Ok einn þráður hérna sprottinn útfrá umræðu á hinum:
Hversu fáranlegt er að hafa tveggja manna lið??
Ef maður er heppinn, þá endist umræða í ca 3 tíma. Síðan hefur maður ekkert að tala um, fer að verða pirraður á kækjum hinnar manneskjunnar og hvernig hún hóstar og getur ekki snúið sér annað vegna þess að - maður er uppá miðri fokking heiði. Það eru kanski tveir á landinu sem vilja þetta og þeir verða bara að sætta sig við það að fá ekki að vera einir saman í liði. Mér finnst þetta fáranleg hugmynd. Plís segið að einhver sé sammála mér. Ekki nenni ég allavegana í Ds. gönguna ef ég þarf að fara að semja tuttugu klukkustunda umræðuefni viku fyrir göngu.