Ég er núna að auglýsa tvo hluti.
Fyrsta lagi ætlum við að koma okkur upp samskiptaneti í öll félög fyrir þann sem hefur áhuga á að vera fararstjóri fyrir fálkaskátana í hverju félagi á Landnemamót. Ég ætla þannig séð ekkert að fara að auglýsa mótið sjálft en er einhver hér sem er helst yfir 18 eða að verða sem hefur áhuga á fararstjórnarstarfi fyrir sitt félag á Landnemamót og ég ætla ekki að lofa neinu en ég er nokkuð viss um að sá einstaklingur fái frítt eða allavega veglegan afslátt.
Síðan er það seinna dæmið við erum að leita að 10 strákum og 10 stúlkum til að minna fánaborgarsveit. Í þessu er núna fólk á aldrinum 95-93 og nokkrir yfir og þykir ekki beint hin allra skrautlegasta fánaborg. Við viljum því búa til nýja með Rs. fólki og yfir. Þær stúlkur sem eru til í þetta hefur mér verið sagt að bjóða kvennasnið af skátaskyrtunni. Það er rétt KVENNASNIÐ af skátaskyrtunni. Ekki veit ég hvernig farið verður að því en Elmar Orri á nú nokkra galdra í sínum löngu ermum. Man ekki hvaða fríðindi eru fyrir stráka það var pizza eða eitthvað.
Allavega hafir þú áhuga á öðru hvoru eða báðu láttu mig þá vita ef þú ert til í fararstjórnarstarf endilega láttu mig vita ég skal bera það undir skipulagsnefnd og við sjáum hvað gerist. En í báðum tilfellum þarf að senda mér einkapóst með nafni, kennitölu, félagi og svona helstu upplýsingum eins og símanúmer og hver er uppáhaldstónlistarmaður eða hljómsveit.