já ég tel mig kunna skýringuna á þessum hreyfingum. Það var nefnilega á SSR-rigningarmótinu á úlfljótsvatni sumarið 2000, en þá voru þökin á skálnum enn þá rauð. Þá komum við nokkrir einkar heitir skátadrengir að norðan suður yfir heiðar. Ókum við á tveimur toyota bifreiðum, rauður land cruiser árgerð 1981 og hvít corolla árg 1991. Minnir mig að markmið ferðarinnar hafi verið að heilla sunnlenskar skátastúlkur, það tókst amk í einu tilfelli því Finnbogi, sem samdi Jónas og gekk á þessum tíma í gömlum hjálparsveitarstakk sem lyktaði svo mikið og illa að maður gat þefað hann uppi þó maður væri hlémeginn við hann í 20 m/s, og Unnur hafa verið par síðan þau byrjuðu saman í tjaldinu mínu, sem er með rósóttum gardínum, þarna í rigningunni.
jæja, formálinn er nokkurn veginn búinn. Fyrr um sumarið höfðu sunnlenskir skátar, meðal annars Baddi sem át tannbusta á þessum tíma, komið á SSN mót á Hömrum, þar sem Finnbogi hafði spilað og sungið þetta lag, sem heitir það sama og pabbi hans, þó sagan segði að það væri tilviljun. Á aðalkvöldvökunni, sem var eftir að við höfðum tekið SSR fánan niður af turninum og sett Klakksfána í staðinn, síðan skiptum við aftur áður en við fórum heim, en settum SSR fánan á hvolf, þannig var hann víst í nokkrar vikur. Já kvöldvakan hún var haldin í stýtunni, sem þá var með seglþaki, af því að það var svo mikil rigning, ekki eins og á SSN-mótinu þar sem allir brunnu og tjaldið mitt breyttist í Aloe Vera miðstöð þar sem Sólveig, sem var einu sinni með Danna hó og er systir Danna Landnema, bar aloa vera á nokkra tugi brendra skáta.
Já kvöldvaka, gleymdi mér aðeins, sem sagt skátarnir sem höfðu komið norður og heyrt þetta skemmtilega lag vildu heyra það aftur. Finnbogi mundaði því gírarinn, sem hann hafði misst í götuna í eini af fyrstu útilegunum sem hann hafði hann með sér, hugsa að það sjái enn á töskunni, þetta var á Illugastöðum, sennilega 1998. Til að aðstoða hann við þetta minnir mig að ég, unnur og etv Kári, sem nú er orðinn lögga, höfum sungið forsöng. Hvering sem það var, þá byrjaði Unnur, sem þekkist líka undir nafninu Unnur og átti seinna gulan Fiat sem ég get ómögulega munað hvað hét, að gera handarhreyfingarnar úr dansinum ‘rúskíkaramba’ sem var vinsæll á þessum tíma og hafði var síðar um haustið dansaður uppá bílskúrnum í Hjálmholtinu, en þar býr einmitt Danni landnemi og systkyni hans. Þannig fóru þessar hreyfingar smátt og smátt að breiðast út, en ég get bara ómögulega tengt neitt annað við það, en svona minnir mig allavega að þetta hafði gerst, annars væri ágætt að fara fyrir þetta með Unni og Finnboga ef þetta ætti að vera 100% rétt