Heyriði það er víst komið að því að finna sér skála fyrir sveitarútilegu. Þetta eru fálkaskátastelpur, eðlilega 10-12 ára. Eruð þið með einhverjar hugmyndir með skála sem er þægilegt að vera með þennan aldur í? Það er plús að hafa rafmagn og kamar/klósett. Ekki Lækjabotna né Vífilsbúð, búnar að fara þangað of nýlega.
Flottur skáli við endann á Kleifarvatni. Nýuppgerður og flottur. Rafmagnið í skálanum er keyrt með sólarrafhlöðu svo það er ekki alveg endalaust. Góð kamína sem hitar skálann mjög fljótt, gaseldavél. Útikamar er við skálann.
Ef ég man rétt þá eru 15 dýnur í skálanum en alveg hægt að fara með stærri hópa þangað svo lengi sem fólk mætir með dýnur.
Nánari upplýsingar hjá skálanefnd Hraunbúa, hverahlid@hraunbuar.is
Hleiðra er góð fyrir fálkaskáta. Jafnvel þótt þar sé ekki að finna rafmagn eða klósett þá er þetta kjörið til að fara með þær. Nálægt bænum en engu að síður í frábæru umhverfi, og ég practically ólst þarna upp. hringdu í sigga má: 821-6802.
Ef þetta er sá aldur fálkaskátastúlkna sem hafa gaman af því að faðra sig, hlusta á ipod, mæta í gallabuxum og bómullarsokkum þá mæli ég sterklega með Hleiðru þær hefðu gott af smá uppeldi. Ef þetta eru stelpur hins vegar sem eru að hóta því að mæta ekki ef þær þurfa að pissa úti mæli ég með þeim tveim sem þig langar ekki í og ég veit bara ekki með Glaumbæ né Hveravelli því ég hef ekki farið þangað sjálfur.
Ég held barasta að það fari enginn í Hveravelli enda eru þeir uppá miðju hálendi. Þú ert væntanlega að tala um Hverahlíð. Hef tekið eftir þessari villu í fleiri svörum hjá þér ;)
Ég held að það sé bara rukkað eitt gjald - veit þó ekki hvað það er þar sem að það er nýbyrjað að leigja skálann út á ný. Getur sent póst á hverahlid (hja) hraunbuar.is
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..