Það geta allir byrjað upp úr þurru í skátunum. Maður þarf ekki að hafa neina reynslu eða grunnþekkingu, maður bara mætir og svo hægt og rólega lærir maður. Ef þú hefur raunverulegan áhuga á því að byrja í skátunum er best að tala við einhvern vin sem er í skátunum og fá að byrja í sveitinni hans, en ef þú þekkir engan í skátunum þá er bara um að gera að hringja, senda tölvupóst eða banka upp á hjá því skátafélagi sem er næst þér. Hér er listi með starfandi skátafélögum á landinu og staðsetningar þeirra:
Akranes: Skátafélag Akraness
Akureyri: Klakkur
Álftanes: Svanir
Blönduós: Bjarmi
Borgarnes: Skátafélag Borgarness
Búðardalur: Stígandi
Egilsstaðir: Héraðsbúar
Garðabær: Vífill
Hafnarfjörður: Hraunbúar
Húsavík: Víkingur
Hveragerði: Strókur
Ísafjörður: Einherjar/Valkyrjan
Kópavogur: Kópar
Mosfellsbær: Mosverjar
Reykjanesbær: Heiðabúar
Reykjavík: Árbúar (110), Garðbúar (108), Hamar (112), Landnemar (105), Segull (109), Skjöldungar (104), Ægisbúar(107)
Sauðárkrókur: Eilífsbúar
Selfoss: Fossbúar
Sólheimar: Skátafélag Sólheima
Vestmannaeyjar: Faxi
Til að finna upplýsingar um símanúmer, heimilisföng, heimasíður og ýmislegt fleira, kíktu þá á:
http://skatar.is/vefur/default.asp?ItemGroupID=8&ItemID=86Ég bendi einnig á: www.skatar.is
Einnig geturðu gengið í hin og þessi sérfélög í skátunum, svo sem:
Radíóskátar - áhugamenn um fjarskipti
St. Georgs-gildið - Fullorðið fólk sem styður við bakið á skátum eða hefur áhuga á starfi þeirra
Skátakórinn - segir sig sjálft
Skíðasmaband skáta - skíðafólk á norðurlandi
Skógræktarfélag skáta - Ræktar skóg á Úlfljótsvatni
Hjálparsveit skáta - Björgunarsveitir um allt land
ofl…
Endilega gakktu í skátana, og ekki hika við að spyrja mig og fleiri skáta um frekari upplýsingar
Bætt við 15. desember 2008 - 03:38 Nema þú sért troll eða stigahóra, eins og margir sem hafa skrifað svona þræði… og því miður held ég að þú sért það. Sé það tilfellið máttu hiklaust láta lífið.
Annars, velkominn