Ég fæ greitt fyrir mín störf sem sveitarforingi í Hraunbúum og finnst það mjög fínt. Sá hátturinn hefur verið uppi í einhvern tíma eins og Scrooge sagði hér áður.
Hvort að greiðslurnar séu að skila sér í meiri gæðum eða ekki þá er mjög erfitt að meta það þar sem að á þessum tíma erum við líka búin að taka upp nýju dagskránna með tilheyrandi breytingum.
Í Hraunbúum fá allir sveitarforingjar Cintamani Harald peysu merkta með félagsmerki og nafni.
Sveitarforingjar hafa yfirleitt ekki borgað á Vormót né í félagsútilegur (stundum veittur 50% afsláttur).
Sveitarforingjar fá líka félagsgjöldin felld niður en aðstoðarsveitarforingjar fá helminginn af (ef ég man rétt).
Auðvitað er þetta mikið sem við fáum fyrir okkar störf en ég verð að vera algjörlega ósammála nokkrum hérna um að skátastarf hafi orðið leiðinlegt við þetta, ég lít ekki á sem svo að ég sé að þessu fyrir peninginn - heldur afþví að mér finnst þetta gaman og það er bara kostur að fá greitt fyrir það sem maður hefur gaman að því að gera.
Sveitarforingjastaðan eins og hún er í dag tekur tíma, tíma sem fólk hefur ekki alltaf og við erum sífellt að reyna að fá fólk til að vera sveitarforingjar en yfirleitt er það fólk sem er ennþá í skóla og er jafnvel að vinna með skóla til að eiga einhvern pening - eitthvað þurfum við að gera til þau vilji frekar sleppa því að vinna jafnmikið og vera sveitarforingjar, hvort það sé í formi peningagreiðslu eða einhverrar annarar tegundar af umbun skiptir ekki máli. Aðalmálið er að sveitarforinginn sé sáttur og sé í það minnsta að fá eitthvað til baka frá félaginu.
- Á huga frá 6. október 2000