Hún er til á Kópavogsbókasafni og Þjóðarbókhlöðunni á íslensku.
Bandalagið hefur ekki selt hana í langan tíma (Enda ekki lengur bandalag skáta heldur uppeldisfræðinga) en það á þó nokkur eintök einhvers staðar í geymslu, bæði á ensku og íslensku, ef ekki fleiri tungumálum.
Þú getur keypt hana á amazon og eBay en einnig á scout.org og scoutshops.com en bara á ensku. Ég er hræddur um að þú getir hvergi keypt hana á íslensku.
Til að fá vefútgáfu af henni geturðu farið á thedump.scoutscan.com en það er eini staðurinn þar sem þú getur fundið óritskoðaða útgáfu af upprunalegu bókinni. Bækur sem þú getur keypt eða fundið á bókasöfnum eru mjög ritskoðaðar, því upprunalegi texti scouting for boys var mjög fordómafullur og grófur á köflum.
Svo geturðu bara fengið lánað eitt af mínum eintökum, ég á eitt á ensku og tvö á íslensku. Og nei, þær eru ekki til sölu.
Bætt við 27. ágúst 2008 - 22:48
og svo eiga mörg skátafélög bókina…