Nú er ég að fara skipuleggja skátadagskrá á einni hverfishátíð hérna í Hafnarfirði og mig vantar að fá eitthvað nýtt inní þessa dagskrá hjá mér.
Við í Hraunbúum höfum verið að sjá um dagskrá á sumardeginum fyrsta í þrjú ár og erum yfirleitt með svipaða pósta í gangi, kassaklifur, andlitsmálning, poppa popp yfir eldi og eitthvað svoleiðis.
Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvað er hægt að gera með krökkum á svona hátíð?
- Á huga frá 6. október 2000