Viltu bíta mig?
Skátaþing, hverjir fóru
hverjir fóru á skátaþing og ef þið fóruð hvernig fannst ykkur :P :)
5. kafli - Skátaþing.
19. grein
Skátaþing fer með æðstu stjórn í málefnum Bandalags íslenskra skáta, en þess á milli sérstök kjörin stjórn eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Þingið skal halda ár hvert í mars eða apríl mánuði, eftir nánari ákvörðun stjórnar BÍS og standa í 2-3 daga. Til Skátaþings skal boða með minnst 6 vikna fyrirvara. Aukaþing skal halda ef stjórn eða 3/5 hlutar skátafélaga telja það nauðsynlegt og skal boða það með minnst 15 daga fyrirvara. Stjórn BÍS ákveður þingstað hverju sinni. Til félagsforingjafundar skal boða með sama hætti og til aukaþings.