Sá stuttar lýsingar á theim verkefnum sem keppa í frumkvödlakeppni Innovit og rakst á thessa:

ScoutStart
Skátar í heiminum telja yfir 35 milljón manns. Starfið snýst að stórum hluta um alþjóðastarf þar sem allir skátar í heiminum eru bræður og systur. Samskiptaleiðir eru þó gamaldags og nútíminn kallar á nýjar lausnir. Hugmynd okkar er að gera gagnvirkan vef fyrir skáta sem varar þessari þörf og býður upp á nýjar samskiptaleiðir fyrir þennan stóra markhóp. Þannig yrði til stærsta gagnasafn heims um elstu og stærstu æskulýðshreyfingu heims.

Og svo adeins minna tengt okkur, en samt thó smá:
Góð - verk
“Góð - verk” er fyrirtæki sem sérhæfir sig í styðja við og byggja upp innra starf sjálfboðaliðahreyfinga, skóla og annarra “non profit” fyrirtækja. Góð verk veitir leiðsögn og heldur námskeið þeim þáttum sem viðkoma rekstri slíkra fyrirtækja, til dæmis stefnumótun, árangursstjórnun, leiðtogaþjálfun, söfnun styrktaraðila og styrktarfjár, hvatningu sjálfboðaliða og markþjálfun (coaching).

Snidug hugmynd? Kanski thegar til einhverstadar? Eru vissulega til fullt af samskipta og korkanetum fyrir skáta útum allan heim. T.d. Scoutface.com sem ég sendi link hér inná um daginn.

http://www.innovit.is/?id=1&sida=26&frettId=39