Þessi viðkomandi hópur er ekkert skilinn eftir án valmöguleika, hann hefur valmöguleikann “no comment!”, en þessi hópur deilir bara valmöguleikanum með hinum hópnum sem fór á námskeiðið en hefur ekkert sérstakt álit á því. Þú getur alveg spurt viðskiptavini Símans hvaða álit þeir hafi á Vodafone, þó svo þeir séu ekki viðskiptavinir þar (þó þessi staðhæfing passi vissulega ekki fullkomlega við könnunina sjálfa, en við það sem ég er að rökstyðja).
Spurningin er svona “hvernig fannst ykkur námskeiðin á úlfljótsvatni 1-3 feb?”. Ég fór ekki á neitt námskeiðanna, svo ég hef ekkert um þau að segja, með öðrum orðum hef ég enga athugasemd við þau að setja, sem þýðist á ensku: “No comment” og þar af leiðandi merki ég við það í könnuninni.
Við getum skipt þeim sem ekki fóru upp í tvo hópa. Annars vegar þeir sem hafa enga skoðun (enga athugasemd) eins og ég og geta valið “no comment!” og hins vegar þeir sem hafa myndað sér skoðun (þó maður hafi ekki farið getur manni fundist “jú, þetta námskeið hafði mikið fræðslugildi og skilaði miklu til annarra foringja og var þess vegna mjög gott námskeið”) og geta því valið sér möguleika eftir hentisemi.
Þú mátt ekki misskilja mig, ég er ekki að neita því að möguleikinn “fór ekki á neitt námskeið” megi gjarnan vera þarna heldur er ég að segja að það sem þú sagðir “enginn valmöguleiki hentar þeim sem ekki fóru á nein námskeið” á gersamlega ekki rétt á sér.
Bætt við 7. febrúar 2008 - 20:15
Ég gleymdi að lesa yfir fyrri hlutann eftir að ég skrifað seinni hlutann, en í samhenginu vantar vissulega til dæmis í eina setninguna sem verður þá:
“hann hefur TIL DÆMIS valmöguleikann ”no comment!“”