Það er ekkert lúðalegt við að vera í skátunum. Nema það teljist lúðalegt að fara í göngur, fara í útileigur, fara til útlanda, elda, syngja, fara á báta, Hjálpa, stunda björgunarstarf, stuðla að friði, læra að bjarga sér, Vera í skemmtilegu félgasstarfi sem er mjög þroskandi, vera innan um annað fólk, og svo gerum við oft margt skemmtilegt, efast nú stórlega um að það teljist lúðalegt.
Málið er að skátastarf er misskilið, fólk lítur svona á skáta: Skátar eru no life gaurar sem eiða öllum tíma sínum í að gera hnúta, leiða gamlar konur yfir götur og selja súkkulaðismákökur.
Við lærum hnúta en ekki lengur en þann tíma sem tekur að binda hann. Hnútarnir eru mjög gagnlegir og koma oftar að gagni heldur en í skátastarfi. Við stundum fjáraflanir en við seljum sjaldan smákökur, ef ekki aldrei, og þær fjáraflanir eru, eru þá fyrir ferðir út á land eða í sumum tilvikur utanlandsferðir.
Og það er sannað að skátar teljast sem mjög gott vinnuafl!