Sælir kæru skátar.

Þannig er mál með vexti að ég er skáti í mosverjum og það var stefnan hjá mér að fara á alheimsmótið.
En það kom nýlega upp að ég er að fara að flytja í haust og hef ég því ekki efni á því að fara í ferðina, því að sjálfssögðu kostar það að flytja.

Hinsvegar þá er ferðin svo gott sem fullgreidd (vantar 19.000) og til þess að fá hana endurgreidda þarf ég að finna einhvern í staðin fyrir mig.

Þannig að mér datt í hug að auglýsa hana hér á huga og athuga hvort að einhvern langi, sem ekki enn hefur getað skráð sig eða var of sein/n, eða ef að þið þekkið einhvern sem er í þessum sporum, sem gæti þá tekið mitt pláss og farið í ferðina.

Ef að svo er endilega hafið samband við mig hér í gegnum huga svo að við getum rætt betur saman..

Yggur.