…þá er búið að hanna klúta sem mér skilst að verði fararklútar á alheimsmótið. Þeir eru ekkert smá flottir. Þeir eru úr svona þykku fánadökkbláu efni og á brúnunum eru hvítar og rauðar rendur sem gera hann afar þjóðlegan svona í fánalitunum. Nú svo má ekki gleyma því að á horninu aftan á má finna íslenska fánann og BÍS merkið ísaumað með hvítum þræði.
Mér skilst að til standi að þessir klútar verði síðan nýttir þegar heim kemur sem hátíðarklútar, enda eru þeir mjög hátíðlegir og flottir.
Hvernig lýst ykkur svo á?