Ég hlakka ágætlega til.
En lítum nú aðeins á sögnina að hlakka.
Hún beygist svona í kennimyndum:
hlakka - hlakkaði - hlakkað
Og svona beygist hún eftir persónum:
ég hlakka
þú hlakkar
hún hlakkar
hann hlakkar
við hlökkum
þið hlakkið
þau hlakka
Þar sem að sögnin hefur myndina hlakkar í 3. p. et., og tekur með sér nefnifall, á maður að segja, Hver hlakkar til Alheimsmóts skáta?
Nú hefurðu smá forskot á samræmduprófin. Og ef þú ert búin/n að taka þau, þá segi ég: Hvernig náðirðu þeim?