Eins og fram kom í korki hér fyrir um það bil mánuði sagðist ég ætla að uppfæra stjórnendalistann í sambandi við vefstjóra. Stjórnendur hafa nú verið uppfærðir og fékk ég Baldur Skáta, Landnemum, til að aðstoða mig við þetta gríðarmikla starf að vera hér stjórnandi. Baldur hefur verið virkur á vefnum svo lengi sem ég man eftir mér hér og tel ég að ekki sé hægt að finna hæfari mann í verkið.
Eins og staðan er þá held ég að við ættum að ráða við þetta tveir, veit ekki hvenær og hvort sikker og dagfari verða teknir útaf listanum. Svo skal ég biðja vefstjóra um að laga þetta bögg með að bskati sé tvisvar í listanum.
Bjóðum nú Baldur velkomin :)
Með kveðju,
Jón Þór Gunnarsson