ég man ekki eftir því að hafa séð það á prenti að skátastarf eigi að vera kristið. Það stendur í skátaheitinu ‘…að gera skildu sína við guð og ættjörðina’ Og ég hef alltaf túlkað það sem hvaða guð sem er, þess vegna lít ég svo á að skátastarf eigi ekki að vera kristið. Þó er það svo því miður, að það er alltaf verið að troða þessu uppá mann, og það er gersamlega ólíðandi þar sem krakkar í skátunum eru ekkert endilega kristin
Það sem mér finnst merkilegast við þetta er að það stendur skýrum stöfum í markmiðum Bandalags Íslenskra Skáta að öllum trúarbrögðum sé gert jafnt undir höfði. En samt sem áður hafa allflest skátafélög skátamessur í kringum 22. febrúar. Af hverju er ekki haldið skátablót? (sbr blót í goðatrú) Þessu vil ég bara sleppa svo að við förum eftir því sem lagt var upp með.
Mér finnst hlutur kristinar trúar of stór í íslensku skátastarfi, sérstaklega það sem eitt af markmiðum hreyfingarinnar er að öll trúarbrögð séu jöfn. Svo eru til skátamessur, sumir fara með bænir við fána athafnir og ég veit ekki hvað. Ég geri mér grein fyrir því að við erum kristin þjóð, en hér er líka trúfrelsi og mér finnst það oft gleymast í skátastarfinu. Mér finnst að trúin ætti að vera lögð til hliðar í skátastarfi, sama hver hún er, því þá eru allir jafnir.