Starfið í Hraunbúum er búið að vera á gífurlegri uppleið síðasta árið og eru virkt starf í sveitunum.
Við komumst ekki hjá því að vera með 7 sveitir. Þá þyrftum við að blanda saman aldurshópum/kynjum eða eitthvað álíka.
Ég veit ekki betur en að Hraunbúar hafi fengið Akademíuverðlaun skáta fyrir Skátaædolið. Það tókst mjög vel og flestir mjög ánægðir með þetta og fannst þetta kúl og töff framtak.
Skátaskeyti.is er mjög góð nýjung í sölu skátaskeyta. Breyttir tímar kalla á breyttar söluaðferðir. Notkun netsins við söluna hefur einfaldað söluferlið og úrvinnslu skátaskeytanna til muna og gerir það að verkum að við erum fljótari að gera þetta.
P.s. í hvaða félagi ertu?