Hissa er alls ekki rétta orðið. En heldurðu virkilega að það hafi verið skítlétt að lækka verðið svona mikið?
Með því að lækka verðið er verið að taka út góðan slatta af hlutum sem verður nú sleppt, þessir hlutir eru líklega sú gisting fyrir mótið sem átti að vera til þess að hirsta hópinn betur saman. Þar var tekinn af peningur. Svo geri ég fastlega ráð fyrir því að Bandalag íslenskra skáta sé að niðurgreiða einhvern slatta af verðinu.
En þetta allt er vitaskuld gert til þess að fá sem flesta til þess að fara á mótið. Því að við viljum öll slá við fólksfjöldanum sem fór til Hollands hér um árið.
Þannig ég er ekki hissa..en ég er hinsvegar á nokkurn part hryggur fyrir því að þeir sem fara sem almennir þáttakendur á mótið nái ekki að hrista sig nógu mikið saman, því að samheldinn hópur gerir svona ferðir miklu skemmtilegri. En ég er líka nokkuð sáttur, ef að það eru fleiri að fara á mótið vegna þessar verðlækkunar, því fleiri því betri.