meinarðu að íslendingar stytti sinn verutíma á mótinu til að lækka kostnað? mér findist það fín hugmynd, fæstir af yngsta liðinu komast vegna þess hvað þetta er dýrt og eru þar af leiðandi búin að missa af sínum séns til að fara líkt og ég lenti í. Að vísu findist mér frekar að það ætti að breyta aldurstakmörkunum á þetta mót, hafa frekar 15, 16 ára til 19, 20 ára því þeir sem verða 14 ára þegar mótið verður og eru því núna 12 eða 11 að verða 12 hafa enga fjárhagslega burði til að sækja þetta mót.
Ég er kannski aðeins dekraður en ég var ekki þannig að þegar ég var 12 ára að ég gat sagt við foreldra mína að mig langaði á skátamót eftir tvö ár og að þau ættu að borga morðfjár fyrir. Síðan hafa þau ekki hugmynd um hvort maður haldi áfram í skátunum yfir höfuð…
…aldurstakmarkinu verður ekki breytt..og við ráðum engu um það..allt á vegum mótsins úti.
Mótið sjálft verður ekkert stytt..en ég veit ekki hvað þau ætla að gera varðandi veru skátanna í uk eftir mótið..spurning hvort þau viti það sjálft..fer allt aftir gengi ^^
Ég er ein af hópnum sem fór á Eurojam og við erum alltaf í beinu sambandi við fararstjórnina sem fer á alheimsmótið.. Ef það ætti að stytta tímann eitthvað þá værum við örugglega löngu búin að frétta það, þar sem við erum ekkert búin að fá að heyra um þetta þá efast ég um að verutíminn verði eitthvað styttur..
Ég held að þú ættir bara að vera spakur. Ef eitthvað svona verður ákveðið þá held ég að það verði af vandlega hugsuðu máli.
Einnig er ég viss um að skipuleggjendur ferðarinnar munu frekar ákveða að taka tíma af þeim dögum sem planað er að verða í bretlandi fyrir og eftir mót EF á annað borð verður ákveðið að stytta tíman til að minnka kostnað.
Annars sé ég þetta hvergi á heimasíðu ferðarinnar né bandalagsins og hef aldrei heirt þetta svo ég held að við ættum bara að bíða spök.
Það gæti þó ekki verið svo slæmt að leyfa fleirum að upplifa þetta ævintýri? eða hvað?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..