Sæl,
í félaginu mínu, Segli, gerum við alltaf svipaða hluti á sumardaginn fyrsta. Það er að fara í göngukeppnina niðrí bæ, ef hún er haldin, síðan í messu í Hallgrímskirkju.
Eftir hádegi er síðan haldin hverfisganga í Seljahverfinu. Í henni göngum við frá Þinni verslun við Seljabraut og niður í Seljakirkju. Eftir messu í kirkjunni erum við með aparólu og eitthvað fleira sniðugt á tjörninni við félagsmiðstöðina. Litlum krökkum finnst alltaf ógurlega gaman að fara þar yfir.
Núna í ár vorum við með vörubretti með kork inní (stundum kallað jakahlaup) og gekk það bara vel. Krakkarnir voru allavegana að fíla það.

Nú vill ég að þið segið frá hvað ykkar félög gera á sumardaginn fyrsta.