Endilega látið vaða á Ds gönguna. Hún er meiriháttar dæmi!
Þið vitið það alveg, skátaforingjar eru ekkert sérstaklega góðir í því að segja nei. Þeim finnst hins vegar ömurlegt að vera búnir að leggja mikla vinnu í undirbúning og síðan mætir enginn. Enn verra er þegar fólk er búið að segjast ætla að mæta (búið að skrá sig) en mætir síðan ekki.
Ef þið tryggið þátttöku þá er ekki spurning að ykkur mun takast að bræða þá sem voru með þetta í fyrra, umsjónarfólk Ds. Vetrarlíf eða einhverja aðra til að kýla á dæmið. Reddið þið þátttakendum sem greiða þátttökugjaldið með viku fyrirvara og mæta þess vegna pottþétt, búið til stemningu og sækið ykkur einhverja til að sjá um dæmið.
Þá verður þetta pottþétt haldið.
Dróttskátar, dróttskátastarf er alltaf 100% algjörlega undir ykkur komið. Dróttskátastarf gengur út á þetta frumkvæði. Starfið er matað ofan í ykkur í ylfingunum, töluvert minna í skátunum og síðan í dróttskátunum er það ykkar að grípa boltann á lofti og hlaupa - taka frumkvæðið! Þegar þið eruð búin að taka svona frumkvæðið 100 sinnum varðandi alls konar hluti í dróttskátastarfinu þá nefnilega fer ykkur að finnast það eðlilegt og gerið það líka í skólanum, vinnunni og alls staðar. Þá eruð þið orðin langflottust, vinnuveitendur elska ykkur, borga ykkur hærri laun og treysta ykkur fyrir meiri ábyrgð og þið rúlið!
GO GO GO…..!!!!!!!
Sjáumst á dróttskátaörstefnunni á laugardagsmorguninn 21. febrúar kl. 10 í Skátamiðstöðinni Hraunbæ.
Dróttskátakveðja,
Siggi Úlfars.