Jæja þá er alveg að koma að nýársútilegu Kópa….

Nýársútilega Kópa hefur verið árlegur viðburður sem Kópar hafa gert ár eftir ár.

Nýársútilegan hefst á fyrsta degi á nýu ári eða 1. jan 2004! og verður skálinn oppnaður svona um 5 leitið.

Nýársútilegan er haldið í skátaskálanum Þrist sem er við Esju og er í svona 30 min akstri frá bænum en einsog veðrið er í dag (29 des) þá er aksturinn tæplega 30 min og síðan svona 30 min göngutúr að skálanum vegna snjós og vonum bara að sá snjór verði svo það verði miklar hengjur og svona til að leika sér í!

Til að komast í Þrist er farið framhjá Mosfellsbæ beigt til hægri eins og sé verið að fara í skálafell farið fram hjá Gljúfrasteini ekið í svona 5 min og beigt til vinstri þegar komið er að afleggjara sem er með grænan pinku lítinn A kofa með SKÆRU hvítu ljósi sem fer voða lítið á milli mála. Einnig er skilti sem stendur á Trölla foss og Hrafnhólar (minnir mig :S) síðan er keyrt þar inn og að Hrafnhólum þaðan er gott að labba… síðan er oft hægt að halda þar áfram veginn meðfram grindverkinu þangað til það kemur hlið og fara þar inn um það og keyra þann veg þangað til þú kemur að lítilli á og ef þú ferð yfir hana elturu veginn þangað til þú kemur að skálanum!

Nýársútilegan er engöngu fyrir Drottskáta og enga yngri en það! Nóttin í skálanum kostar 500 krónur.

Síðan svona 2 atriði sem gleymast oft… nr. 1 Það eru engar dýnur þarna og nr. 2 það eru voða fáar/engar búðir opnar fyrsta janúar svo ef þú ætlar að hafa einhvern gómsætan mat skaltu kaupa hann á Gamlársdag eða fyrr…

Jæja ég vona að þetta séu allar þær upplýsingar sem þið þurfið að fá. Ef það er eitthvað fleirra sendið mér þá bara skilaboð

Kveðja
Sölvi Kópur

<br><br>< < < Er eitthvað sem suckar meira en próf? > >
< < < Er eitthvað sem suckar meira en próf? > > >