Utanyfirföt eru að sjálfsögðu Cintamani jakki og buxur. Cintamani er þar í miklum meirihluta eins og kom í ljós í DS.Göngunni. Fleecepeysan er nánast orðin einkennisklæðnaður dróttskáta. Þar hefur Cintamani einnig vinninginn en næst á eftir kemur 66°norður með stórann hóp. Buxur og annað smotterí er mjög blandað en hins vegar eru North Face windstopper húfurnar mjög algengar á kollum þeirra skáta sem skella sér á fjöll. Þegar kemur að gönguskónum er Scarpa fjölmennari en hinar tegundirnar.(Scarpa er rusl og aðeins alvöru menn kaupa Meindl)
Tevur eru óvenju margar á löppum skáta sem ég hreinlega skil ekki. Það er vetur á Íslandi í 9 mánuði og menn kaupa sér inniskó fyrir 10000 kall. Dæmi eru um að fólk mæti á tevum í ferðir á Hellisheiði.
Þannig að hinn venjulegi dróttskáti er í Cintamani galla og fleecefötum, í Scarpaskóm, með North Face húfu og tevur dinglandi neðan úr Karrimor bakpokanum.<br><br>Tevur eru fyrir wannabee, Meindl er fyrir fjallamenn
Tevur eru drasl