Ég fór á skátamót að Hömrum rétt fyrir utan akureyri síðustu helgi. Þar var margt brallað svo sem keppni í að draga bíl, svo fengum við líka að síga,fara í BMX hjóla braut og margt fleira. Á flestum mótum sem ég hef farið á hefur félagið verið aðgreint sem sagt ekki á sama svæði og oftast dagskráin hundleiðinleg, en í þessu tilfelli var félagið á sama svæði og dagskráin var bara góð. Sumir utanaðkomandi nefndu það að þetta væri leiðinlegt mót en flestum í félaginu fannst það bara skemmtilegt. Í póstunum voru alltag flokkakeppnir og svo í lok mótsins voru afhend verðlaun fyrir þann flokk sem vann. Þetta voru flest tímaþrautir, en samt skemmtilegar þrautir. Mér fannst þetta mót bara vera mjög skemmtilegt og vill þakka Hömrum og þeim á tjaldstæðinu sem héldu þetta mót fyrir frábært mót.