Nú er spurningin hvort að skátar séu á leið í ræsið.
Launaðir foringjar, sem er algert bull því skátahreyfingin Á að vera sjálfboðastarf og áhugamál.
SSR að selja húsnæði undan skátafélögum, sem á ekki að eiga sér stað ef skátafélagið er virkt og félagar ennþá starfandi.
Bandalagið flyst alltaf lengra og lengra út úr bænum, fyrst var það á Snorrabraut, svo í Breiðholti og nú í Árbæ. Eru þeir að flýja borgina? eða er borgin að útskúfa skátana?
Skátabuxurnar sem eru gríðalega ljótar, eyðileggjast mjög fljótt og láta skátana líta út eins og þeir vinni á McDonalds.
Svo er það heimskulegasta, sum skátafélög hafa sent bréf til foreldra sumra barna, sem ekki hafa borgað ársgjöldin. Í þessu bréfi er hótað að barnið verði rekið úr skátafélaginu ef foreldrarnir borgi ekki. Hvað í fjandanum á það að þýða????
Svona er þetta skemmtilegt…hugsið málið !!!