viðeyjarmótið verður 19-22 ekki 20-22 ég er kominn með POTTÞÉTTA staðfestingu á því bara að láta ykkur vita hér er bréf sem ég fékk um þetta :
Sælir hugarar (reyndar breytti ég þessu þetta var stella híhí)

…og gaman að heyra af áhuga ykkar á mótinu.

Landnemamót í Viðey verður helgina 19 - 22. jún nk. (fim - sun). Mótið verður sett kl. 21.30 á fimmtudagskvöldi og eru ferðir út í eyju frá kl. 17.00 á fimmtudag og síðan á klst fresti eftir það. Mottó mótsins er 101 Viðey (á að vísa í miðborgina) og mun dagskráin og umgjörð mótsins taka mið af því. Mótsgjaldið er 3000 kr. Innifalið í því er dagskráin, ferðirnar út í eyju og til baka og mótsbók. Dagskráin lítur í grófum dráttum einhvern vegin svona út:

Fimmtudagur:
kl. 21.30 Setning
Leikar

Föstudagur:
Kl. 08.00 Fótaferð, morgunverk og fáni
Kl. 10.00 Tjaldbúðarvinna - Við munum skaffa ykkur bambus til að vinna úr ásamt útiljósi (skýrist betur á mótinu).
Kl. 12.00 Hádegisverður
Kl. 14.00 Póstaleikur með siglingu…..
Kl. 18.00 Kvöldverður
Kl. 21.00 Kvöldvaka
Næturleikur

Laugardagur:
Kl. 08.00 Fótaferð, morgunverk og fáni
Kl. 10.00 Póstaleikur / Áttavitaratleikur (gott að hver flokkur hafi minnst einn áttavita)
Kl. 12.00 Hádegisverður
Kl. 14.00 Póstaleikur / Áttavitaratleikur (gott að hver flokkur hafi minnst einn áttavita)
Kl. 16.00 Kaffi
Kl. 17.00 Fótboltamót
Kl. 18.00 Langeldur (allir eiga að vera með eitthvað að grilla)
Kl. 21.00 Hátíðarkvöldvaka
Bryggjuball

Sunnudagur:
kl. 09.00 Fótaferð, morgunverk og fáni
Kl. 10.00 Gargandi flokkakeppni
Kl. 12.00 Hádegisverður
Kl. 14.00 Mótsslit.