Þessi grein á mikið við krakka á aldrinum 11-12 ára…ég er sjálf 12 og er í Heiðabúum í Keflavík. Þegar ég byrjaði, semsagt 9 ára gekk allt vel, enginn sagði neitt og engum fannst neitt að mér, svo þegar ég varð eldri byrjuðu krakarnir í bekknum svolítið að stríða mér, helst strákarnir… seinna í vetur, í nóv. fékk ég vinkonu mína til að byrja, hún skemmti sér konunglega í útileigum og á fundum. Seinna sagði hún mér að hún hefði haldið að það að vera í skátunum hefði verið svona “grumpy” semsagt hundleiðinlegt, allir sem hafa ekki prófað töfrana í skátunum, jafnréttið, virðinguna og vináttuna…stríða manni fyrir það eitt að vera í skátunum, eins og maður sé minni manneskja fyrir það…svo þekki ég stelpu sem er í skátunum, hún segir ekki nokkrum manni það, skammast sín fyrir að vera í skátunum! Enda skil ég hana ekki, ég vil helst að þessar uppnefningar og leiðindi utan frá hætti, sértstaklega frá þeim sem ljúga því að hafa verið í skátunum, þeir vita einfaldlega ekki hvað það er frábært að eiga vini með sömu áhugamál og góða vini. :)