Fordómar á móti skátum
Mér finnst að krakkar eru með einhverja fordóma með skáta, segja að skátar eru asnalegir og segja að maður sé skátanördi og svona. Þetta er eitthvað sem hefur komið upp þó að skátarnir eru ekki leiðinlegir. Margir krakkar segja að það er asnalegt að vera í einhverjum asnalegum búningum með einhverja asnalega klúta. En í skátunum gerir maður margt sem maður mun muna eftir í langann tíma, t.d. lendir maður í smá draugagangi, villist smá í hikei og gerir margt fjölbreytt og spennandi. En tökum einhverja íþrótt til greina t.d. fótbolti þar er maður bara að sparka í bolta í nokkra daga þegar maður fer í ferðir, ég er ekki að segja að það er leiðinlegt í fótbolta. Krakkar segja að maður sé bara alltaf að syngja eitthvað kúmbæ ja my lord og eitthvað svona sem maður gerir ekki oft, bara eiginlega á kvöldin. Svo fer maður í river rafting sem er mjög gaman þó að ég hef ekki farið í river rafting en ég æfi á kayak og það er nær sama og er geðveikt gaman en erfiðara og maður er að gera margt sem reyna smá á taugarnarí skátunum. Þeir sem eru að gera fordóma ættu að hugsa lengra og sjá hvar þeir eru staddir því að það er ekki asnalegt að vera í skátunum þó að maður sé í einhverjum asnalegum búningum, það er gaman í skátunum og ekki hætta til að vera eitthvað flott eða að krakkarnir eru með einhverja fordóma.