Nokkuð góð spurning samt…. þetta er af hraunbuar.is…
Skátastarf…
…er skemmtilegt
Skátalíf er útilíf - Starfið fer að miklu leyti fram utan dyra.
Athafnanám - Virk þáttaka í hópi annarra skáta. Í skátastarfinu eru engir varamenn eða áhorfendabekkir.
Hópstarf - Í skátaflokki til þess að efla forystuhæfileika, félagsfærni og ábyrgðartilfinningu.
Fjölþætt og krefjandi verkefni - sem höfða til áhuga æskunnar. Starfið fer að miklu leyti fram í umhverfi sem gefur tækifæri til þess að fá útrás fyrir athafnaþörf, sköpunargleði og ævintrýaþrá.
…eykur lífsleikni
Starfið ýtir undir að skátar kanni hið óþekkta og framandi. Skátar upplifa og takast á við náttúruna, þroskast og læra í hópi jafningja sinna og miðla reynslu til annarra.
…er æskulýðsstarf
Skátahreyfingin þróast og aðlagast aðstæðum á hverjum stað, mað það að marki að stuðla að því að börn og ungt fólk verði ábyrgir, sjálfstæðir og virkir þjóðfélagsþegnar.
…er alþjóðlegt
Skátastarf fer fram í 216 þjóðlöndum í öllum heimsálfum. Í dag eru meira en 45.000.000 félagar, af báðum kynjum, starfandi í heiminum.
…er fyrir alla
Allir geta tekið þátt í skátastarfi óháð kyni, litarhætti, kynþætti og trúarbrögðum. Skátar halda ennþá heiðri þessu grundvallaratriði skátastarfs sem stofnandi hreyfingarinnar Robert Baden-Powell hafði að leiðarljósi.
…er einnig fyrir fullorðna
Skátastarf er leið til þess að brúa kynslóðabilið. Með liðveislu sinni öðlast foringjar dýrmæta reynslu og þjálfun sem eykur persónuþroska þeirra.
…er lífsmáti
Skátar leitast við að vera viðbúnir, axla ábyrgð, bera virðingu fyrir öðrum og náttúrunni. Skátar hafna öllu ofbeldi og styðja samstarf og skilning manna á meðal. Skátar stefna að því að lifa í anda skátaheits og skátalaga.
…er ævintýri
Ævintýrið hófst árið 1907 í Englandi. Maður að nafni Baden Powell safnaði saman hópi drengja í fyrstu skátaútileguna á eynni Brownsea. Drengjunum var skipt í hópa sem hann kallaði skátaflokka. Hverjum flokki stjórnaði drengur sem var svolítið eldri en hinir. Skátarnir fengu mörg verkefni. Flest snerust þau um að bjarga sér við frumstæðar aðstæður. Þeir gistu undir tjaldhimni í stað tjalds og þeir þurftu að læra að kveikja eld og elda allan mat sjálfir.
Nærri hundrað árum síðar starfa skátar um allan heim, bæði strákar og stelpur í hópi félaga og vina. Skátar stunda útilíf, vinna að margvíslegum viðfangsefnum og taka þátt í alþjóðlegu skátastarfi. Krakkar þurfa að læra að bjarga sér án fullorðinna. Þanni er skátastarfið - barnið lærir að vera viðbúið og það … er ævintýri líkast!
<br><br>Kv.
Jón Þó