Sáuði fréttirnar í gær, um að 2 ylfingastelpur úr Garðinum (9 ára)björguðu lífi bróður annarrar? Þau voru ein heima að spila, hann tapaði og kýldi í gegnum gler! Þær brugðust rétt við, náðu í handklæði til að stöðva blæðinguna og hringdu svo í 112!
Þetta lærðu þær hjá mér í ylfingunum! ;) Ég átti reyndar bara að kenna þeim hvernig á að setja plástur á og kæla brunasár, en einhverra hluta vegna fór ég aðeins lengra í málin, sem betur fer! Drengurinn var með slagæðarblæðingu, og er ekki nokkur spurning um að þær hafi bjargað honum! Þær stóðu seig ekkert smá vel.
Það er frábært að sjá að þó svo að það séu stundum læti á fundum og kannski ekkert allir alltaf að fylgjast með, þá stimplast þetta inn hjá þeim!
Kveðja, Bebba.