Tók þetta af bæjarins besta, stóð öllum til boða að fara á þetta námskeið og hvernig líst fólki almennt á þetta? Ég hefði allavega viljað fara en þetta er eflaust svoldið dýrt og svo er ég því miður upptekinn um helgina.


Skátar að sunnan og vestan sækja námskeið að Núpi í Dýrafirði

Skátafélagið Einherjar - Valkyrjan á Ísafirði og Bandalag íslenskra skáta standa um helgina fyrir flokksfoingjanámskeiði undir nafninu „Á báðum áttum“ að Núpi í Dýrafirði. Ríflega tugur ísfirskra skáta sækir námskeiðið en 22 koma frá Heiðarbúum í Keflavík og Garðbúum í Reykjavík. Guðný Harpa Henrýsdóttir hjá Einherjum - Valkyrjunni segir þetta vera í annað skiptið sem þau fái hingað skáta með sér á námskeið í stað þess að senda fulltrúa á námskeið á Úlfljótsvatni eða eitthvert annað eins og algengara sé.

„Undirtektirnar eru sannarlega góðar hjá kollegum okkar syðra. Það er líka alltaf svo gaman þegar skátarnir eru að fara eitthvað, mikið ging gang gúllí og þannig“, segir Harpa. Hópurinn verður að Núpi frá föstudegi til sunnudags og nýtur leiðsagnar Önnu María Þorsteinsdóttur frá Bandalagi íslenskra skáta, en hún ber hinn virðingarverða titil atvinnuskáti. Að sögn Hörpu hefur skátafélagið á Ísafirði alltaf reynt að sinna vel foringjaþjálfun enda tryggi góðir góðir foringar gott starf.