Merkilegt með skátana hér á landi hvað þeir eru íhaldssamir. Litlu má breyta.
Dæmi um það er skátabúningurinn sem er ekki að gera góða hluti. Skátabúningurinn er eitthvað sem krakkarnir vilja ganga í hversdagslega og mæta í honum stolt á fundi. Þetta er ekki að virka. Skátabúningurinn er ekki sá flottasti.
Hins vegar er ylfingapeysan mun betri þó hún sé nú ekki mjög glæsileg. Hún er a.m.k dulítið hlý.
Á skátamótum og í útilegum er ekki hægt að nota búninginn. Það þarf pottþétt að þrífa hann eftir útileguna því hann er svo skítsæll. Ekki gætir úr skák að hann er skítkaldur og þegar maður fer í útilegu reynir maður að klæða sig í fá og hlý lög. Ekki þunna skyrtu inn á milli.
En þetta er bara pæling… Fólk hefur ábyggilega skoðanir á þessu og það yrði gaman að sjá þær.
<A target=new href="http://www.scout.is/bis/log/skatabuningur.html" > Lög frá 1997 um skátabúninginn</A>
Kv.
Jómbi Frændi