Eitt af því sem ég er mjög ósátt við í skátastarfi er tengingin við trú. Þetta er ekki mikið vandamál á Íslandi, eiginlega ekki neitt, en t.d. á Landsmótinu í Svíþjóð sem ég og margir aðrir fóru á þá fannst mér alveg fáránlegt að biskupinn kom og hélt ræðu á setningunni og allir áttu að biðja saman.
Hvað varð um það að allir væru jafnir, ÓHÁÐ kyni, litarhætti, TRÚARBRÖGÐUM, kynhneigð, aldri o.sv.frv. Þetta eru hlutir og hugsjónir sem mér finnst að skátarnir ættu að beita sér fyrir öðrum fremur.
Ef fólk er trúað, gott hjá því, endilega gera það sem það vill. En að blanda því inn í skátana þar sem langt frá því allir eru trúaðir eða þá sömu trúar er ekki rétt!
Hvað er álit ykkar á þessu? finnst ykkur allt í lagi að hafa t.d. morgunbæn í skátaútilegum eða á að leyfa einstaklingunum að ráða þessu sjálfir?!
Vinsamlegast haldið skítkasti í lágmarki.
Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!