Baden Powell Ég gerði ritgerð í Ísl 103 um Baden Powell og ætla ég að setja hana hérna inn eins og ég skilaði henni svo það eru örfáar stafsetningarvillur.

Baden Powell

Baden Powell er maður sem að margir hafa heyrt á minnst en ekki vita endilega margir fyrir hvað hann er þekktur. Til að fræðast um þennan mann er fínt að leita upplýsinga um uppruna hans, líf og hvað hann afkastaði meðan hann lifði.
Fyrir hvað er hann þekktur og gerði hann ef til vill eitthvað meira stórvægilegt í lífi sínu en það sem hann er þekktastur fyrir?

Baden Powell ( fullt nafn er Robert Stephenson Smyth Baden Powell ) fæddist í London þann 22. febrúar árið 1857. Hann er einnig þekktur sem B-P og Lord Baden Powell. Faðir hans hét séra H . G. Baden Powell og var hann prófessor við Oxford háskólann og frægur náttúrufræðingur. Móðir Badens hét Henrietta og þegar séra H. G. Baden Powell lést þá ól hún Baden og systkini hans sex öll vel upp. Baden var þriggja ára gamall þegar faðir hans dó.

Baden fékk skólastyrk við Carterhouse skólann árið 1869. Skólinn var þá staðsettur í London. Hann átti aldrei eftir að fara í neitt frekara nám þó svo að móðir hans vildi að hann færi í Oxford, eins og eldri bræður hans. Baden var haldinn ferðaþrá og það endaði svo að hann gekk í herinn. Í september árið 1876 fór hann með svo hernum til Indlands.

Hann átti eftir að vera í breska hernum til ársins 1910 en fyrstu 10 árin var hann í Indlandi. Staða hans fyrstu 8 árin á Indlandi var sem Liðsforingi í Húsaraherfylkinu en seinni tvö árin gegndi hann stöðu sem ofursti í 5. Riddarafylkinu.

Baden hafði ávallt verið félagslindur drengur og þegar hann kom í herinn hélt hann áfram að rækta þann eiginleika og félagar hans tóku vel í það. Hann gat leikið, sungið og hann elskaði að stunda íþróttir á borð við knattleik á hestum ( betur þekkt sem polo ) og villisvínaveiðar. Glaðværð hans, hæfni og metnaður var það sem að lét hann fara hratt upp metorðastigann. Hann varð liðsforingi (Lieutenant) árið 1873 og höfuðsmaður
( General ) árið 1883. Það tók hann einungis 7 ár að ná höfuðsmansstöðuni.

Megnið af lífi Badens fór í útilíf, njósnir, bátaferðir, gönguferðir og aðgerðir sem að kröfðust hæfni til þess að lifa af. Fyrir honum var þetta bara hið venjulega hernaðarlíf en þetta var allt saman grunnurinn af stóru kerfi sem að hann átti eftir að koma á framfæri. Baden tók sig til og bjó til litla hernaðarbók sem hann nefndi „ Aids to Scouting „ sem að hann bjó til sem handbók fyrir hermenn. Það sem hann vissi ekki var að þessi bók átti eftir að vera notuð sem kennslubók fyrir drengi í þeim tilgagni að skerpa athygli þeirra.

Þá um leið fékk hann boð um að vera viðstaddur hina árlegu skrúðgöngu „ Boy‘s Brigade „ ( hreyfing í Englandi ). Það, að sjá svo marga drengi hljóta góða líkamlega æfingu, hafði mikil áhrif á hann, og hann velti því fyrir sér, hvers vegna fleiri drengir væru ekki í þessari hreyfingu. Hann orðaði það við Sir William Smith, stofnanda „Boy‘s Brigade“, að væri hreyfingin gerð meira aðlaðandi, til dæmis með skátaleikjum og æfingum, þá myndu fleiri drengir ganga í hana. [...] Sumar sveitir tóku þær í notkun, en yfirleitt væru þær ekki notaðar.

Baden vildi kynna hugmyndir sínar betur svo að þær væri teknar almennilega í notkun. Hann ætlaði sér því að búa til handbók um skátaefni en hann vildi prófa kerfið sitt áður en hann myndi semja bókina. Til að athuga hvort kerfið hans myndi virka tók hann 20 drengi og fór með þeim í útileigu á Brownsea eyju sumarið 1907. Í þeirri útileigu prófaði Baden aðferðir sínar til skátastarfs og kenndi hann drengjunum meðal annars að rekja spor, björgun úr lífsháska og leiki sem að efldu athygli. Útileigan tókst fullkomnlega og í maí árið 1908 kom bókin hans út.

Í bókini hans sem ber nafnið Scouting for boys eða Skátahreyfingin er að finna grunnatriði sem að þurfti að kunna í skátastarfi, meðal annars: Björgun, útilíf, notkun áttavita, veðurfræði, njósnir, merkjamál, brúarsmíði, morse, hnútar og fleira.

Skátastarf er það sem að Baden Powell er þekktastur fyrir. Baden ætlaði sér aldrei að stofna nýja hreifingu heldur efla þær sem að á undan voru. En drengirnir sem að kölluðu sig skáta voru frekar mikið út af fyrir sig en bráðum voru myndaðar sveitir. Skátaáhuginn breyddist hratt út og Baden ákvað að segja sig úr hernum og helga líf sitt til að efla skátastarfið. Skátarnir voru orðnir í kringnum 100.000 árið 1910.

Þegar Baden Powell var 55 ára hitti hann hina 23 ára gömlu Olave St Clair Soames. Eitt leiddi af öðru og þau giftust þann 30 október árið 1912. Allir skátar í englandi gáfu eitt penny hver í brúðkaupsgjöf og var það nóg til að kaupa bíl fyrir þau.

Skátahreyfingin varð 100 ára árið 2007 og var haldið uppá það á 21. World Scout Jamboree í Englandi sama ár, það komu rúmelga 38.000 skátar á þennan atburð sem að haldinn var í Hyland Park. World Scout Jamboree er atburður sem yfirleitt er haldinn á 4 ára fresti til að fagna skátastarfinu, hitta aðra skáta og halda í minningu Baden Powell.
Baden Powell eyddi seinustu árum sínum í Keníu þar sem hann lést árið 8. Janúar árið 1941, 83 ára gamall að aldri.

Það er ljóst að Baden Powell var mikilfenglegur maður sem að verðugur er að minnast. Hann þjónaði vel og lengi í breska hernum og hlaut þar stöðuhækkanir hratt til marks um hæfni sína. En Baden hefur ekki hlotið mesta frægð sína fyrir hernað, heldur fyrir að vera stofnandi skátahreyfingarinnar. Í fyrstu hafði Baden enga hugmynd um að hann gæti nýtt þekkingu úr hernaði til brúks fyrir ungt fólk en áhugi og vilji ungmenna til að stunda útiveru og lifnaðarhætti náttúrinnar urðu til þess að þekking hans og bækur komu þar vel að notum og á endanum varð Baden Powell leiðtogi skátastarfs um gjörvallan heim. Enn þann dag í dag lifir fólk eftir því sem að Baden Powell kenndi fólki og munu aðferðir hans til útiveru og sjálfbjargarkunnáttu vera nýttar í langann tíma til viðbótar.

Heimildir

Bækur:

Baden Powell, 1945. Skátahreyfingin, Bandalag Íslenskra Skáta, Rekjavík.

Lord Baden Powell af Gilwell, 1948. Skátahreyfingin, Úlfljótur, Reykjavík.

Vefsíður:

Óþekktur Höfundur; „Robert Baden Powell, 1st Baron Baden – Powell “ Wikipedia.
http://en.wikipedia.org/wiki/Robert_Baden-Powell,_1st_Baron_Baden-Powell
[ Sótt 5. & 8. mars 2009 ]

Óþekktur Höfundur; „World Scout Jamboree“ Wikipedia.
http://en.wikipedia.org/wiki/World_Scout_Jamboree
[ Sótt 8. mars 2009 ]

Ritgerðin skrifuð af Jónas Tryggva Stefánsson.