Sumardagurinn fyrsti hjá Skjöldungum hófst á aðfangadegi Sumars.
Skjöldungar mættu upp í skátaheimilið Sólheimum 21A á miðvikudagskvöldið með svefnpoka (nema DS, þau mættu með tölvu og flakkara) og horfðum á Rauðhettu með íslensku tali í sátt og samlyndi. Um 11 náðum við að svæfa alla krakkana á mettíma og fórum þá í Guitar Hero II inni í RS herbergi. Tókum Message in a Bottle með Police. Svo sofnuðum við.

Kl 8 næsta dag borðuðum við fullt af morgunmat og vorum tilbúin í slaginn hálf 10. Þar biðum við eftir rútunni, sem kom svo ekki fyrr en 40 mínútum seinna af því að Segull var ekki tilbúinn.
Í rútunni sungu skátarnir okkar skátalög á meðan dróttskátar Seguls, íklæddir flísteppum með tennisspaða, yfirgnæfðu þá með ekki-skátalögum.

Héldum að við værum alltof sein á Arnarhól en komum nokkuð tímanlega. Þar voru nokkrar hræður að hlaupa um og svo loks kom fánaborgin.
Við Skjöldungar örkuðum upp að Hallgrímskirkju með stolti og sæt lyktin af sigri lá í loftinu. Það var drullukalt. Loks komum við inn í kirkjuna messan gekk sinn vanagang.

Til að einblína á mikilvægu hlutina, þá stilltum við okkur upp í hetjustellingum fyrir framan kirkjuna og fögnuðum hógværlega þegar okkur var tilkynntur sigur. Þar sem þetta snýst nú einu sinni allt um að kunna sig, þá ákváðum við að veita Skjöldungar's Choice Awards og hlutu Landnemar Göngubikar Skjöldunga.

Síðan borðuðum við fullt af kleinum og eyddum afganginum af deginum niðri í 104 í sullani rigningu að selja þurfandi börnum sykurfrauð.

Með baráttukveðju,
Gógó