Þann 7. október árið 2008 kemur inn frétt á vef bandalagsins, skatar.is um hina erfiðu tíma.
Hér er krækja á hana http://skatar.is/vefur/default.asp?ItemGroupID=7&NewsID=2368
Þar er meðal annars þetta sagt:
Stjórnir skátafélaga sem og allir skátaforingjar okkar eru því beðnir um að huga að því hvað gera má til að tryggja að skátarnir haldist í starfinu og að skátastarfið verði griðarstaður þó þrengi að fjárhagnum heima fyrir. Opnum skátaheimilin meira, tryggjum að allur kostnaður við þáttökuna verði sem minnstur, pössum upp á félaga okkar og víkkum út starfið.
Nú heyrði ég af því að Bandalagið sé að halda vítmín fyrir sveitarforingja, mjög gott framtak það, nema það að það kostar litlar 15.800 kr á mann miðað við 20 þátttakendur. BÍS niðurgreiðir það svo í 9.900 kr sem eftir standa fyrir hvern skáta til að borga.
Ég veit til þess að nokkrir fái allt gjaldið greitt frá sínu skátafélagi en í tilfelli t.d. Landnema er sú hefð að niðurgreiða einungis helming. Eftir stæðu því tæpar 5000 kr sem ég þyrfti að borga.
Annað dæmi;
Dróttskátavítamín er skipulagt helgian 13.-15. febrúar. Þar er Áætlaður kostnaður 6000 kr.
Enn eitt dæmi:
Kostnaður við sveitarforingja námskeið liggur ekki enn fyrir svo ég get ekki notað það.
Nú langar mig bara að fá fólk til að velta þessu fyrir sér. Er þetta það sem BÍS var að boða og mætti gera þetta eitthvað öðruvísi. Allar skoðanir vel þegnar en fólk sem ætlar að vera með dónaskap og/eða skítkast er vinsamlegast beðið um að annaðhvort sjá að sér og tjá sig á almennilegan hátt eða loka þessari grein!
Annað sem ég vil impra á. Ég hringdi niður á Bandalag seinasta miðvikudag. Þar talaði ég við ákveðinn starfsmann og var að spyrja út í hitt og þetta. Sú manneskja fræddi mig um það að engin Rs.Ganga væri á teikniborðinu, ekkert Ds.Strætólíf og engin Útilífshelgi. Ástæðan væri sú að ekki hefði fundist fólk til að framkvæma þetta. Þetta hefur allt heppnast vel að minnsta kosti einu sinni áður og hefur því gott orðspor en samt sem áður finnst ekki fólk.
Nú vil ég bara spyrja, hvernig var leitað að fólki og spyrja ykkur, voruð þið beðin um að vera viðráðin skipulagningu á einhverjum af þessum atburðum.
Sjálf var ég ekki spurð og finnst mér ég nú samt vera frekar mikið inni í því sem er að gerast í skátaheiminum.
Ég hef nú lokið máli mínu og ykkur er frjálst að tjá ykkur.
Með von um góð svör.
Fríða Björk hefur skrifað.