Jæja góðir hálsar, útileguvertíðin er byrjuð!
Útilegan Í 7. himni, sem er fyrir Rekka- og Róverskáta (fædd 1992 og fyrr), verður haldin næstu helgi, 12.-14.sept, í Þrym á Hellisheiði.

Útilegan kostar 2500 kr og innifalið í því er skálagjald, dagskrá og grillmatur á laugardagskvöldi.
Í boði verða meðal annars gönguferðir sem henta hver og ein mismunandi hóp fólks. Þær verða mislangar og miskrefjandi.

S.s. þetta er í raun það sem þú þarft að vita:
Mæting er upp í Þrym á föstudaginn. Á laugardaginn verður boðið upp á gönguferðir á Skeggja eða í Reykjadal þar sem hægt er að baða sig í náttúrulauginni sem er þar til staðar. Hið árlega vörðuhlaup verður haldið á sunnudaginn og er búist við harðri baráttu þetta árið. Það kostar 2.500 krónur í útileguna og er grillmáltíð á laugardagskvöldið innifalinn í því.
Skráning er hafin á
i_sjounda_himni@hotmail.com
Vinsamlegast sendið nafn og símanúmer með skráningu.

Vonast til að sjá ykkur öll!
Fríða Björk hefur skrifað.