Sælar
Rs. Kotasæla er Rekkaskátamót sem haldið verður 18-20 janúar 2008. Roverskátasveitin Barrónar standa fyrir þessu móti en Barrónar eru einkum þekktir fyrir ótrúlega þrautseigju og náttúrulega fegurð en félagskapur þeirra er ávísun á góða skemmtun.
Mótið er haldið í skátaskálanum Dalokoti sem er staðsettur upp á hellisheiði. Skálinn hefur verið undanfarinn ár í uppbyggingu og þar af leiðandi er hann í sínu besta formi þessa dagana. Fyrir þá sem ekki vita nákvæmlega hvar Dalakot er þá er hann beint á móti Skíðaskálanum í Hveradölum, þ.e.a.s. hinumegin við þjóðvegin, hvítur skáli með rauðu þaki, ætti ekki að fara framhjá neinum.
Mótsgjaldið er 2490 krónur sem er nú bara gjöf en ekki gjald. innifalið í mótsgjaldinu er skálagjald, mega nice mótseinkenni fyrir 40 fyrstu sem skrá sig, dagskrá, kvöldkaffi og ef allt gengur að óskum dansiball og taumlaus skemmtun í faðmi náttúrunar.
Eins og sagði hér að ofan er matur ekki innifalin í mótsgjaldinu og því verða þátttakendur að taka með sér sinn eigin mat. Það verða gashellur á staðnum. Svo vill ég minna alla á að það er list að geta lifað með 30-50 manns inn í einum skála þar sem allir eru að elda sitthvoran kvöldmatinn.
Mótstjórinn er ísafjarðarsjarmurinn Ágúst Arnar Þráinsson en hann hefur lengst af stundað skátastarf á ísafirði þar sem hann hefur heillað kjellingarnar upp úr skónum og er nú komið til reykjvaíkur til að reyna fyrir sér með stelpum sem eru ekki skildar honum í öðrum eða þriðja ættliði. Það er einstakt tækifæri að deila með honum rúmi eða skála og því ætti engin að láta þetta mót framhjá sér fara.
Dagskrá mótssins er öll val, þ.e.a.s. þátttakendur geta valið um það hvort þeir vilji kúra ofaní poka, skapa sýna eigin dagskrá eða taka þátt í þeirri valdagskrá sem boðið er upp á.
Á laugardeginum er boðið upp á svokallaða háloftadagskrá þar sem verður sig, flyfox og vonandi eitthvað klifur ef aðstæður leyfa. Þessi dagskrá er að sjálfsögðu fyrir bæði kyn og alla þyngdarflokka.
Á sunnudeginum verður eflaust boðið upp á sund upp í reykjadal ef áhugi er fyrir hendi eða annað sem þið viljið gera og við viljum framkvæma.
Skráning á mótið fer fram á www.skatinn.net/kotasaela
Að lokum vill ég minna fólk á að skátamót er góð skemmtun, þetta skátamót er bannað innan 15 ára.
Rs. Barrónar og Mótstjórn
Kotasaela@skatinn.net