Mótsstjórn Landsmóts skáta 2008 efnir til samkeppni um mótssöng fyrir Landsmót skáta 2008 og heitir veglegum verðlaunum fyrir besta sönginn - kr. 100.000.-!
Bæði verður tekið á móti frumsömdu lagi og texta sem og texta við þekkt lag. Lagið þarf að vera taktfast, hresst og unnt að spila undir með einföldum gítaleik og gert ráð fyrir að hann syngist í fjöldasöng. Textinn skal vera einfaldur og skal í honum koma fram heitið LANDSMÓT sem og orðið SKÁTI eða SKÁTAR og skal líka vísa til þema mótsins í textanum þ.e. Á VÍKINGASLÓÐ eða VÍKINGAR. Þá má við samningu þess hafa í huga að búnar verði til hreyfingar þátttakenda meðan lagið er sungið eins og gjarnan er skátasiður. Textinn má ekki vera langur, til dæmis tvö erindi og viðlag sem sungið er tvisvar og skal lagið í heild sinni ekki taka lengri tíma í flutningi en 2.5 mín.
Skilafrestur lagsins er 31.desember 2007 og skal skila því á skrifstofu BÍS og skal nafn höfundar/a fylgja með sér í lokuðu umslagi. Það þarf að vera á tölvutæku formi, sungið með undirspili og texti og gítargrip fylgja með.
Mótsstjórn skipar dómnefnd og verður mótssöngurinn valinn fljótlega á nýju ári og verður þess getið á heimasíðu landsmótsins. Höfundur/ar munu hljóta að launum vöruúttekt hjá útivistarversluninni Útilíf kr. 100.000.-
Coperað af www.skatar.is