Hinn fagra föstudag 26. október flugu nokkrir skátar úr Landnemum, Hamri og Kópum á vit ævintýranna til Ísafjarðar til að taka þátt í hinni margrómuðu orgíu. Nokkrar áhyggjur spruttu upp í hugum okkar þegar öllu flugi var frestað daginn áður og margir voru svartsýnir á að komast til Ísafjarðar. EN veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og allir komust á áfangastað.
Ég, Jonni, Mási, Blængur, Styrmir og Hildur komum öll með seinasta flugi og á flugvellinum tóku allir á móti okkar. Þá var brunað í bakarí og á fleiri staði og loks uppí Dyngju. Seinna um kvöldið höfðu strákarnir svo leigt heila sundlaug undir fallega fólkið og við brunuðum því á Suðureyri. Þegar þangað kom tók við bið því að maðurinn sem leigði okkur laugina hafði víst bara gleymt okkur. EN við dóum ekki ráðalaus og nokkrir gengu bara á húsin þarna, enda ekki mörg, og höfðu uppá gaurnum. Loks komumst við í sund og skemmtum okkur konunglega. Við stelpurnar vorum samt ekki að fíla sturturnar þarna! Eftir sundsprettinn keyrðum við sem leið lá heim til Hemma í kakó og fleira. Þar reyndum við að koma Blæng og systir Hemma saman en þeim leist ekkert á það.
Eftir það fórum við uppí dyngju og fórum minnir mig bara að sofa fljótlega eftir það.
Á laugardeginum var vaknað snemma þökk sé Hildi og morgunmatur snæddur í Gamla bakarí. Þar sáum við og upplifðum að Blængur Blængsson, sem var btw minnstur á mótinu, er með stæsta maga í HEIMINUM! Hann stútaði ég veit ekki hversu miklu af öllu bakaríinu og þurfti að loka eftir að hann lauk sér af, það var bara ekkert eftir! Nei segi svona. Síðan fórum við í skátaheimilið og boj ó boj þetta er sko heimili í lagi. Reyndar dáldið mikið drasl en leynistaðirnir fjölmörgu bættu það upp! Eftir það ákváðum við að teipa Ágúst og fara með hann í Hamraborg en við beiluðum á því og losuðum hann í bílnum.
Því næst tók við sveitt bandí þar sem liðið sem ég var í sigraði eftir æsispennandi gullmark. Hópurinn splittaðist því næst í nokkur heimahús til að fara í sturtu og loks fóru allir heim til Liljars að tjahh..liggja eins og dauðir kettir í sófunum og stólunum í stofunni hans.
Fótbolti var næst á dagskrá. Þar hef ég ekki hugmynd um hvaða lið vann en það var stórkostleg skemmtun og Hildur endaði bólgin og Jonni reif buxurnar sínar. Geri aðrir betur! Því næst fórum við í Hamraborg til að éta og því næst á rúntinn og í Guðmundarbúð. Um kvöldið var svo haldin skítsæmó flugeldasýning okkur til heiður.. djók það var einhver vetrarhátíð og þessi sýning sló ekki í gegn en hljóðið frá henni gerði það hjá okkur borgarbörnunum:D Um kvöldið tók svo við barátta við Stymi, Hildi, Hemma og Yngva sem vildu greinilega ekki fara að sofa og fékk Styrmir meðal annars margar hótanir um limlestingar (bókstaflega þegar ég tala um lim) frá mér og já..uuu eiginlega bara mér.
Sunnudagurinn fór að mestu í að borða morgunmat í hini bakaríinu á Ísafirði og að skutla fólki á flugvöllinn. Við sem fórum með seinasta flugi, ég, mási, jonni, blængur og ágúst, fórum í kaffi til gústa ásamt strákunum sem nokkrir fóru í útkall í miðju kaffiboðinu en við hin spiluðum og fögnuðum mikið þegar við komumst að því að fluginu okkar var frestað. Reyndar þá voru Mási og Gústi ekki eins hressir og við hin því þeir eiga kellingar í bænum. Við fórum svo í loftið um hálf 7 og áttum hið besta flug með mögnuðu útsýni á báðar hliðar. Fullt tungl öðru megin og sólsetur hinum megin.
Takk kærlega strákar fyrir æðislega helgi og ég hlakka strax til næstu orgíu, hvenær sem hún verður. :D
Fríða Björk hefur skrifað.