Smiðjudagar í lífsins ólgu sjó!
Smiðjudagar fara fram í 12. skiptið í röð dagana 19. til 21. október nk. Í ár verður sérstaklega mikið um dýrðir því haldið er uppá 100 ára afmæli skátastarfs í heiminum og 50 ára afmæli Jamboree On The Air. Af þessu tilefni ákváðu Smiðjuhópsfélagar að prófa eitthvað nýtt og spennandi og varð niðurstaðan sú að leita til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um samvinnu að þessu sinni. Á þeim bæ var hugmyndinni tekið fagnandi og mun Landsbjörg m.a. leggja til skólaskipið sitt Sæbjörgu undir mótið og mun fjölþætt dagskrá fara fram í skipinu auk þess sem þátttakendur munu gista um borð.
Að auki munu sjóbjörgunarflokkar af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum taka þátt í verkefninu og hefur verið skipulögð viðamikil dagskrá fyrir þátttakendur þar sem þeir fá að reyna á eigin skinni eitt og annað í sambandi við lífið um borð í sjóbjörgunarbátum Landsbjargar. Auk þess verður fjölþætt fræðsla og fjör á vegum Landsbjargar á dagskrá auk hefðbundinna Smiðjudagskrárliða s.s. miðnætursunds í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, bryggjuball og fleira og fleira.
Þátttökugjald er kr. 3.500 og er innifalið í því gjaldi morgunverður laugardag og sunnudag, léttur hádegisverður laugardag og sunnudag, grillveisla laugardagskvöld, öll dagskrá, mótsbolur og ofið mótsmerki.
Nánari upplýsingar og skráning: www.foringinn.is
Viltu bíta mig?