Nýliðastarf HSSR Hjálparsveit skáta í Reykjavík heldur nýliðakynningu sína þriðjudaginn 11. september næstkomandi kl 20.00 í glæsilegu húsnæði sínu að Malarhöfða 6 (M6). (beint fyrir ofan Ingvar Helgason).

Fyrst verður kynning á nýliðastarfinu og starfi sveitarinnar almennt. Síðan verður boðið uppá veitingar og húsnæði, tæki og búnaður sveitarinnar sýndur. Formenn flokka verða á staðnum og svara spuringinu um sinn flokk.

Kíktu endilega á eina stærðstu og best búnu hjálparsveit á landinu, og sjáðu hvort hún er ekki eitthvað sem þér líst vel á.

HSSR var stofnuð árið 1932 og er þetta því 75. starfsár hennar. Sveitinn sérhæfir sig fyrst og fremst í leit og björgun á landi. En hún hefur mjög öfluga fjallabjörgunar-, leitartækni- og tækjaflokka. Og sannaðist það vel í nýafstaðinni leit á Svínafellsjökli að HSSR er öflug heild sem stendur vel saman.

http://www.hssr.is

ps. Fréttir herma að tækjaflokksforingi sveitarinnar sé klárlega heitur gaur.
Baldur Skáti