ég er semsé komin heim á klakan góða, ég er er ekki búin að vera i ca mánuð hérna heima, eða ég fór til englands 15 júlí kom heim 25 júli um nótt, fór svo aftur nóttina 26 júlí svo að það var eiginlega komin 27 júlí, svo kom ég heim rétt áðan 12 ágúst.
27 j – 12 á var eg á alheimsmóti skáta og það voru ca 45 þúsund skátar þarna frá öllum heimshlutum, td á mínu sub cambi þá voru englendingar, indverjar, hollendingar, skotar, belgir,tawanir, hong kong-ingar og svo miklu meiri, svo við vorum svolítið blönduð.
Ég ætlaði að skrifa svona litla dagbók um mótið en ég er nú ljóshærð svo ég gleymdi því, svo ég get ekki komið með nákvæmt hvað ég gerði, en ég fór í svona splash dagskrá sem var mjög skemmtileg, ég var með nokkrum öðrum þar i að búa til fleka, og vorum að vinna saman á tvemur flekum að sigla út á svona kjaftæði og sækja kúlur og við náðum saman 30 kúlum eða 3 ferðum, því að fólkið sem vann þarna, fóru og voru að eyðileggja flekan okkar, vondu vondu, Bryndís faxi stökk úti og var að lemja kallin sem var að reyna að eyðilegga bátin og það var bara fyndið, við enduðum með því að ná ekki í land og létum bara draga okkur, enda algjörir aumingjar:D
Svo seinna fórum við í Gilwell Park, sem var fínt, ég var reyndar að verða veik þá, frekar slöpp, svo ég tók ekki þátt í eiginlega neinu, samt sem áður gaman, að hlægja að stelpunum og svona:D
Svo fórum við í terraville og aquaville, en þegar krakkarnir voru u aquaville var ég með ásdísi í tjaldbúðinni því hún varð veik og ég fór í sólbað og sofnaði og brann voða fínt á bakinu, það var svona far, rautt, hvítt,! rautt, klútafar eftir klútin, nice
Svo var já bara algjört stuð á jamboreeinu, en þegar við vorum að pakka saman, þá voru nokkur tjöld tekin niður og við máttum sofa undir matartjaldinu ef við vildum, ég ákvað að gera það, ekki mjög gáfuleg ákvörðum, þar sem að svefnpokin minn var bilaður, ekki hægt að renna upp rennilásnum, þannig að ég svaf í honum, með hangklæði,litlum rifnum lakpoka og með regnponsjo til að reyna að loka þar sem rennilásin var, ég svaf líka í bol,peysu, og mosverja peysunni, náttbuxum og legghlífum sem ég togaði alveg upp að hnjám, sokkum sem ég girti náttbuxurnar i og ullasokkum, með lundeyarhúfuna og kúrði á milli fossbúana og árbúana, very nice, vaknaði samt alveg frosnandi:D
Svo var farið i heimagistinu, ég verslaði alveg slatta af fötum þar, sem ég bara einganvegin nenni að skrifa um en ég eyddi 220 pundum:D
Fórum i Camden og Oxfordstreet og kinglsey moll mjög gaman, vorum alveg hjá æðislegri fjölskyldu!
Svo var lagt af stað á flugvöllin og já það tók sinn tíma, þegar við vorum búin að tékka okkur inn þa´vorum við bara byrjuð að syngja og voða gaman en það var bara þaggað i okkur, og meira að seigja komu 2 öryggisverðir með risa m-16 byssur að segja okkur að færa okkur, og ef sveitaforingi eða farastjóri hefði sagt okkur að færa okkur þá efði það bara verið svona: ææ akkuru, ég vil sitja, (og ekki staðið strax upp) en þegar þessi gaurar sögðu okkur að standa upp, þá var það eins og að fá nál i rassgatið, það spruttu allir upp og það lá við að krakkarnir færu i réttstöðu eða einhvað álíka, mjög góðir með sig þessir kallar með byssurnar, örugglega ekki gaman að lenda i þeim.
En i flugvélinni átti ég að sitja geðveikt framalega með einhverju ístei eða ist, en ég skipti við binna, og svo við önnu g og ég fékk sæti með 2 fossbúum, jebbi, ég reyndi að lesa bókina mina sem ég keypti, eða hlusta á ipod og sofa en það tókst nú ekki, svo ég talaði bara við Huldu sem sat fyrir bakvið mig, mjög skondið. Ég komst að því að hún las eftir mig grein um námskeið sem ég var á hjá henni, og henni tókst að eyða öllum myndunum sínum útaf myndavélinni sinni, þegar hún ætlaði að eyða einni mynd. Kannski ekki sú allra myndavélavænasta, hehem, nei djók
En jesús erum við að tala um leiðinlegar flugfreyjur eða hvað, þær komu i flugið með leiðinlegt hugafar og þær voru pirraðar alla ferðinna, og meira en það, frekar dónalegar meira að segja, það voru allir orðinir pirraðir á þeim, ég skil ekki alveg afhverju þetta starf er svona eftirsóknarvert.
En já flugið var fínt og heimferðin líka, allir að syngja og voða gaman:D
Þetta var bara æðisleg ferð í alla staði, fór með frábæru fólki og kom tilbaka með frábæru fólki:D
Þið sem lesið þetta og voruð á mótinu, bara takk æðislega fyrir frábæra ferð
-Alexandra Bj. Eyþórsd.
13.08.07
Viltu bíta mig?