Afmælismótið, Einherjar/Valkyrjan, Presto og Largo. Ég ætlaði að vera löngu búin að senda þetta inn, en talvan og letin frestuðu því…
Þetta er sumsé ferðasaga frá Afmælismótinu 5-8.


5júlí.

Lagði af stað klukkan 9, með sirka 12manns í langferðabíl. Keyrðum í alveg 7 1/2 klst!

Svo þegar við loks mættum á svæðið (um 4leitið) mundum við öll hversu böggandi flugurnar gátu verið… og hvaða fífli fannst það alveg skelfilega fyndið að bjóða öllum þessum flugum??

Jamm, við vorum sumsé á gula hrafnasvæðinu… við rétt náðum að drösla eldhústjaldinu upp áður en það byrjaði að rigna, svo settum við litlu tjöldin saman inni í því og hentum þeim út, beinum og flottum.

Jamm, og svo var þessi líka skemmtilega setning með söng og alles =D
Vorum látin blása upp blöðrur og sleppa þeim öllum í einu ^^

Flestir voru ágætlega bitnir þegar þeir lögðust þreyttir til hvílu.





6.júlí.

Vöknuðum eldsnemma klukkan átta, og þá var fólkið í kring byrjað að öskra á sín félög: “drullið ykkur út áður en ég pissa á tjaldið ykkar”, “komið ykkur út áður en ég dreg ykkur út” og fleira álíka skemmtilegt =P
Þess má til gamans geta að foringinn okkar gekk rólega um og pikkaði aðeins í tjöldin okkar til að tjekka hvort við værum vöknuð.

Allaveganna borðuðum við “hollan og næringarríkan” morgunmat og komum okkur í dagskránna.
Gula svæðið (við) áttum að fara á bátana, en þegar við komum og vorum búin að bíða í röð voru björgunarvestin búin þannig að við fórum bara að leika okkur ^^
Agglaveganna, við drulluðum okkur loksins á kanó Ég, Fjóla og Áslaug. Einhvernveginn lenti Fjóla í miðjunni og þar sem draslið var brotið þurfti hún að setjast í bleytuna =/

Svo urðum við leiðar á bleytunni og fórum að landi, sáum þennan líka girnilega fjögurra manna hjólabát og buðum Baldri með…
Baldur og Áslaug stýrðu… en það gekk nú ekkert svo vel… ;)

Kjánaprikin sem skipulögðu mótið ákváðu að við þyrftum TVO klukkutíma í það að borða… sem tók hálftíma hjá mínu félagi… annars var það fínt, frjáls tími og alles =D

Næst fórum við í aðra vatnadagsskrá, sumsé; vatnasafarí, mýrarfótbolta og sápurennibraut.
Mér tókst náttúrulega að láta draga mig í mýrarfótboltann, en þar voru bara einhverjir fótboltavitleysingjar þannig að ég flúði fljótt með Bylgju í sápurennibrautina =P
rassinn á okkur varð btw. gasalega girnilegur eftir það…

Svo ákvað (gáfaða ég =P ) að fara einn hring í þrautabraut vatnasafarísins, fór létt með allar þrautirnar en flaug ofaní þegar ég átti tvo metra eftir =P

Þegar við fórum, ískaldar (ég og Bylgja, Fjóla og Áslaug voru plebbar og komu ekki með drulluföt) á tánum (Bylgja). Sóttum föt inn í tjaldbúð og komum okkur í bestu sturtur í heiminum =D
Ég segi það satt, það er hvergi betri sturta á landinu ^^
Enginn hitastillir heldur yndislega heitt vatn, risastór sturtuhaus, og ég tala nú ekki um plássið fyrir tvo ^^

Jammogjæja, við fórum því næst í kveldmat og fengum pylsu, ógeðslega hrísmjólk og nizza.
Og svo klukkan tíu var auðvitað stórleikurinn ^^ En á undan honum sagði Margrét Tómasardóttir (skátahöfðinginn…) okkur að Einhverjar/Valkyrjan hefði unnið tjaldbúðaverðlaunin (við vissum það alveg ;)
Þurftum að labba heillangt, alveg að vatnsbardagasvæðinu, og hentum risamstórum boltum upp í loftið. Mitt lið tapaði =P
Eftir þann furðulega leik áttum við að fylla rör af vatni, urðum held ég í 3eða4 sæti af fjórum =P
En svo á heimleiðinni máttum við týna upp lukkutröll, þrjú til fjögur á mann, en sumir hljóta að hafa heyrt tuttugu…





7.júlí (07.07.07)

Þegar morgunmatur hafði verið snæddur mættum við (auðvitað) tímanlega í klifur/sig/skátakappleiki/víkingaspilið.

Við byrjuðum á Víkingaspilinu (töpuðum stórt fyrir… umm… landnemum). Hvöttum þau og fórum í skátakappleikina, byrjuðum á hvalbaknum, fórum svo í veiðistöngina og enduðum á Stiklað á Stóru, einhver sagði að þetta hafi aldrei gengið svona vel *montmont*
Jammogjæja, við flúðum því næst í sig/klifur og skemmtum okkur ágætlega, fórum nokkrar ferðir =D

Fengum hádegismat og fórum í strýtuna í smiðju, Ég gerði mér hnút og flókna þrautastöng =D
Flokkurinn minn hékk alltaf í kringum kallinn með hnútana =P þannig að maður kom varla öðru í verk…

Þegar því var loksins lokið fengu allir sér afmælisköku og kók ^^ helvíti löng röð þar á ferð…

Anyways… næst fórum við á Alheimsmótsfund, þar sem einhver rauðhærður kall með krullur talaði og talaði. Tuðaði eitthvað um bann við G-strengjum… Svo voru þremur sveitum hópað saman og við látin æfa söng og semja skemmtiatriði (GO Bananas!!)

Þegar því var því miður lokið fór mín sveit (Papey) á fund þar sem dagskráin var útskýrð… Sveitarforingjarnir kynntu sig og svoleiðis… Ég verð sumsé á Harbour, lukkudýr var höfrungur.

loksins fengum við svo að éta, sluppum þó blessunarlega við biðraðir þar sem þær voru barasta búnar, fengum kjúkling og fórum á kvöldvöku… Þar söng Jógvan sirka fjögur lög… (hann var víst skáti í færeyjum or summ…)
(hehe, ég horfði aldrei á X-Factor)





8.júlí

tókum draslið saman, skutum okkur í skátabúninga, fórum með nýju skátalögin á slitunum, sungum aðeins og slepptum aftur blöðrum, fengum skrítið klinkbox (btw. ekki vatnshelt)

Jammogsumsé, við skutum okkur í rútuna og skelltum okkur í aðra 7og1/2klst. í rútu. Næstum allir drulluþreyttir og sungið mikið í byrjun…

Svo sprakk dekk á kerrunni og við þurftum að hrúga dóti inn í langferðabílinn og skilja kerruna eftir, sækja hana seinna bara…) Svo komum við loksins heim…