- Sveitarforingja fyrir drengjasveit – Riddarar
Um launað starf er að ræða. Einnig er möguleiki á að viðkomandi fái starf hjá félaginu yfir sumarið við rekstur Útilífsskóla og umsjón með vinnuflokki.
Viðkomandi þarf að vera eldri en tvítugt, hafa reynslu af skátastarfi. Frábær aukavinna fyrir skólafólk.
Starfið felur í sér umsjón með starfi 11-15 ára drengja í Hraunbúum. Starfið er vel skipulagt og í föstum skorðum.
Góð starfsaðstaða er fyrir hendi og leitast félagið við að mennta tilvonandi sveitarforingja. Í skátafélaginu Hraunbúum eru starfandi um 200 börn og unglingar. Hjá félaginu starfar einvalalið reyndra og vel menntaðra leiðbeinenda með margra ára reynslu í skátastarfi.
Félagið hefur aðsetur í glæsilegri skátamiðstöð við Víðistaðatún í hjarta Hafnarfjarðar.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda umsóknir á hraunbuar@hraunbuar.is eða á beggi@hraunbuar.is. Nánari upplýsingar gefur Inga María í síma 824 0906.
- Á huga frá 6. október 2000